Verkefnistillaga um svæðisskipulag


Ráðgjafarfyrirtækið Alta kynnti og skilaði verkefnistillögu á fundi stjórnar Eyþings þann 14. ágúst sl. Í tillögunni er 1) gerð grein fyrir áætlunum sem stilla þarf svæðisskipulagsgerðina saman við, þ.e. áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland (DMP eða Destination Management Plan) og svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð og fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslum; 2) fjallað um samspil svæðisskipulags ferðamála fyrir Norðurland eystra við áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland; 3) sett fram tillaga að vinnuferli svæðisskipulags með lýsingu á verkþáttum í hverjum áfanga; og 4) eru reifuð möguleg næstu skref í kjölfar verkefnistillögunnar.

Stjórnin ákvað á vísa ákvörðun um næstu skref til aðalfundar Eyþings en hann verður haldinn í nóvember. Tillöguna má nálgast með því að smella hér.


Til fróðleiks
Ný frétt
Eldri fréttir
Leit
Við verðum bráðum á Facebook
  • Facebook Basic Square

© 2023 by NORTHPOLE. Proudly created with Wix.com