Samráðshópur

Boðað verður til víðtæks samráðs með fulltrúum frá sveitarfélögunum, Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og stofnunum og samtökum á svæðinu sem málið varðar. Hópurinn mun hittast á eins dags vinnufundi í byrjun apríl þar sem farið verður yfir tilteknar spurningar sem lúta að því að skýra markmið með svæðisskipulagsgerðinni, viðfangsefni hennar og samspil við aðrar áætlanir. Einkum verður fjallað um mögulegt samspil við stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi (Destination Management Plan, DMP).

Ráðgjafarfyrirtækið Alta mun undirbúa gögn um ferðamál á svæðinu fyrir fund vinnuhópsins, kynna innlend og erlend fordæmi og stýra umræðum fundarins. Á grunni  sjónarmiða sem koma fram á fundinum mun Alta vinna drög að verkefnislýsingu fyrir svæðisskipulagsverkefni um ferðamál. Í kjölfarið taka sveitarstjórnir á Norðurlandi eystra ákvörðun um næstu skref við svæðisskipulagsgerð.

© 2023 by NORTHPOLE. Proudly created with Wix.com