Staða ferðamála, ferðaleiðir, áfangastaðir 

Einn liður forverkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðu ferðamála á svæðinu, s.s. hvar helstu ferðaleiðir liggja, hvert ástand þeirra er, hverjir helstu áfangastaðir eru, hvernig þeir dreifast og hvað þar er í boði í afþreyingu, gistingu og veitingum. Einnig hvernig ferðaþjónusta spilar saman við svæði með verndargildi vegna náttúru, landslags eða minja. Til að ná þessari heildarsýn á svæðið eru birt hér á vefnum kort sem verða nýtt á fundi með samráðshópi í byrjun apríl og við frekari mótun verkefnisins. Á fundinum í apríl verður t.d. fjallað um áskoranir og tækifæri tengd umhverfi, samfélagi og ferðaþjónustu á svæðinu út frá sérkennum þessu og út frá helstu ferðaleiðum og stöðum.

 

Svæði með verndargildi

Svæði með verndargildi

Helstu viðkomustaðir í pakkaferðum

Helstu viðkomustaðir í pakkaferðum

Umferðarþungi

Umferðarþungi

Söguslóðir

Söguslóðir

Staðir Ferðamálastofu

Staðir Ferðamálastofu

Söfn

Söfn

Afþreying á sjó/vatni

Afþreying á sjó/vatni

Göngu, hjóla og hestaferðir

Göngu, hjóla og hestaferðir

Gististaðir og veitingar

Gististaðir og veitingar

The Birding Trail

The Birding Trail

The Diamond Circle

The Diamond Circle

Vegakerfi á Norðausturlandi

Vegakerfi á Norðausturlandi

Kortavefsjár

Vefsjár sem nýttar hafa verið við gerð kortanna að ofan eru m.a.:

Auðlindir ferðaþjónustunnar

Gagnabanki Ferðamálastofu yfir mögulega viðkomustaði ferðafólks og helstu innviði svæða. Gögnunum err ætlað að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. 

Kynningu um gagnabankann á Ferðamálaþingi 2015 má nálgast hér.

 

Sagnagrunnur

Sagnagrunnurinn er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands.

 

Íslandskort bókmenntanna

Kort Borgarbókasafns Reykjavíkur yfir sögusvið eða áhrifastaði skáldsagna af ýmsu tagi; „venjulegra“ skáldsagna, barnabóka og sögulegra skáldsagna. Bækurnar eru langflestar íslenskar en þó eru nokkur erlend verk inn á milli.

 

Kortasjá Landmælinga Íslands

Grunnkort.

 

Vegasjá

Vefsjá Vegagerðarinnar.